Ekkert mál að benda á mig góðir hálsar, en menn verða að varast að birta aldrei netföng í hefðbundnu formi (nafn@hýsill.is) á netinu, því spam róbottar pikka það upp og fyrr en varir er maður kominn með feitan pakka af spammi í inboxið hjá sér.
Svona forums, eins og þetta, sem eru opin fyrir öllum til lestrar eru einmitt staðurinn sem robottar leita á.
Skrifa frekar emailið á óhefðbundinn hátt, þannig að vitrænn lesandi viti að um netfang er að ræða, en róbott gæti verið í vandræðum…. “restingmind - atmerki - msn.com” virkar ágætlega t.d.
Þar hafiði það…
Annars nota ég ekki þessa addressu til póstsendinga, heldur thorsteinn - hjámerki - hive-punktur-is
(og takiði eftir að ég notaði ekki sama formið á netföngunum tveimur…)
Resting Mind concerts