Var að fá sent prómóið af þessum fantadiski! Woohoo!
Massíf old-school SNILLD með flottum blastbeat töktum í boði Andres Haave. Tchort (Ex-Emperor) og Död grinda gítarana með flottum Gorguts áhrifum (það er nefnilega óaðfinnanleg ábreiða af Disincarnated eftir Gorguts á þessari plötu) og söngurinn frá Vald er algerlega frábær! Erlend Caspersen bassaleikara BRT þarf vart að kynna fyrir dauðarokksspekúlöntum Huga en fyrir ykkur hina þá hefur hann spilað session inn á plötur fyrir m.a. Decrepit Birth, Deeds Of Flesh og Vile. Bassaleikurinn og soundið á honum á þessari skífu er magnaður.
Virkilega hressandi og vel hljómandi dauðarokk frá Noregi hér á ferð og þeir sem ekki hafa heyrt fyrri útgáfur þeirra þá mæli ég eindregið með að tékka á þeim líka.
Skemmtilegt er frá því að segja að trommarinn sem ég spilaði með þau 4 ár er ég bjó í Noregi, Freddy (The Shred) Bolsö, spilaði inn á fyrstu 2 útgáfur BRT, Deathmix 2000 og Monument Of Death, eftir að ég flutti aftur til Íslands. Hann kom mér í samband við Död um daginn og er hér er komið við sögu, þá er allt að verða klárt til að taka á móti þessum miklu dauðarokksföntum hér á Íslandi. Búið er að bóka þá hingað til að spila tvenna tónleika 5. og 6. október n.k. eins og fram kemur á MySpaceinu þeirra, en smáatriðin koma síðar.
Tékkið á nýja laginu þeirra á MySpace sem ber nafnið “Taste of God”
BLOOD RED THRONE @ MYSPACE
ROKK!!!!!!
Bætt við 24. júlí 2007 - 06:37
Smite af Altered Genesis 2005
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=eQNdyrB8Wow