Sko, ég er auðvitað ekki að setja mig á einhvern gullinn stól hérna, einhvern HÁAN STALL per se. Ég segi líka “Og ég tel mig geta sett mig á alveg ágætis háan stall” og var hvergi að tala um að ég væri eitthvað æðri en aðrir.
Með “háan stall” á ég við að vera með staðreyndir á hreinu. Hvað varðar samningaviðræður við Finntroll er ég víst sá sem er líklegastur til að vera með allar staðreyndir á hreinu og hlýt því að vera á hærri stalli en aðrir, hvað það varðar, staðreyndir málsins. Þú og fleiri voru að monta ykkur (já monta) yfir því að þið höfðuð “rétt” fyrir ykkur þar sem Finntroll eru að fara að koma. Svo ég vitni í þig:
“Hate to say i told you so everybody.”
og félaga þinn fgsfds
“Uh… Old?
Er ég sá eini sem fékk bréf frá umboðsmanni hljómsveitarinnar um að þeir ætluðu að spila fyrir þónokkrum vikum?”
Þetta komment á eitt augljóst svar sem er “finnst þér líklegt að umboðsmaður Finntroll hafi gert sér far úr því að senda meila á notendur huga þegar í ljós kom að möguleiki var á að Finntroll myndu spila hérna í haust?”
En ég er einnig alveg þess fullviss að þið hefðuð ekki haft orð á þessari “solid” vitneskju ykkar, ef í ljós hefði komið að Finntroll myndu ekki spila hérna.
Sko, það sem ég er að gagnrýna hérna fyrst og fremst er að það er aldrei neitt öruggt í þessum málum. Ég skil ykkur vel í því að bretta fram úr ermum og koma ykkur í samband við umboðsmann Finntroll (og sama gildir auðvitað um aðra umboðsmenn) og leita frétta þannig, og að vissu leyti dáist ég svolítið að því, því það sýnir ákveðið guts. EN svo er spurningin hvernig unnið er úr þeim upplýsingum og hlaupa til handa og fóta og tilkynna veröldinni að viðkomandi sveit sé að koma, því þið fenguð upplýsingarnar beint af kúnni. Án þess að hafa séð svar umboðsmanns Finntrolls, þá er ég viss um að hann hafi ekki sagt að það væri staðfest að Finntroll væri á leiðinni, og líklegast bara talað um að það væri verið að ræða málin við tónleikahaldara á Íslandi. Þetta er svona spurningin hvenær setningin “Finntroll are thinking about playing Iceland” verður að “Finntroll ARE playing Iceland” og trúðu mér, slík misstúlkun getur auðveldlega gerst í hita leiksins, enda er það vafalaust spennandi að fá svona svör frá mönnum sem eru jafn nátengdir sveitinni og raun ber vitni.
Ég læt þetta nægja að sinni.. Ég hef ekki tíma fyrir þetta… bara nokkrir dagar í Cannibal Corpse tónleikana og þið ætlið auðvitað að mæta… annars kem ég og lem ykkur! eða sendi umboðsmann Finntroll til að bíta ykkur í löppina!
Resting Mind concerts