Jæja góðir hálsar!

NÝR BANNER

Nú eru allar upplýsingar að bresta á hvað tónleikana varðar.

Hér með staðfestist að sænska sveitin Loch Vostok verða sérstakir gestir á tónleikum Rotting Christ hér á landi.
Þeir spila að eigin sögn “Extreme Progressive Metal” og eru með nokkur tóndæmi á síðunum sínum sem póstaðar eru hér fyrir neðan.

Loch Vostok.com
Loch Vostok @ MySpace

Það má til gamans geta að nú í vikunni var verið að staðfesta Loch Vostok sem support á Evróputúr King Diamond sem fylgir í kjölfar
útgáfu nýju plötunnar hans, “Give Me Your Soul…Please!” þann 29.júní n.k.

Einnig staðfesti ég hér að Gaukur á Stöng mun hýsa herlegheitin en hann opnaði aftur, mikið breyttur, þann 11. maí s.l. eftir langan dvala.

Laugardagur 25. ágúst @ Gaukur á Stöng (20 ára aldurstakmark)
Sunnudagur 26. ágúst @ Gaukur á Stöng (All Ages)


Frekari frétta um verð og íslensk upphitunarbönd er svo að vænta í vikulok svo fylgist með þræðinum.

ROKK!!

Rotting Christ.com
Rotting Christ @ MySpace