Frá: Gnarr
Innlegg: Lau Jún 02, 2007 12:54 am
“Fokk hvað Quaratititititito er amazing band! ég kom þarna án þess að vita neitt hvað ég var að fara að sjá og var algerlega blown away af þessu bandi og Peer.
Peer var alveg ótrúlegur líka. 17 ára gutti sem spilar og syngur eins og hann hafi verið í þessum bransa í áratugi. Klikkaðar lagasmíðar hjá drengnum.
Það er bókað mál að ég mæti bæði á mánudag og þriðjudag líka!”
Frá ÞorsteinnK:
Innlegg: Lau Jún 02, 2007 1:07 am
“Samma Gnarrinum, ég fékk gæsahúð eftir gæsahúð þarna.
Quiritatio eru með alveg ótrúlega flottar melódíur undirliggjandi í flestu og bandið er endalaust betra live en á plasti. Þrátt fyrir að spila undirstefnu sem ég hef lítið verið fyrir hingað til, þá er ég alveg seldur á þetta band. Það að þeir séu með komnir með auka gítarleikara hefur gert það að verkum að bandið er orðið alveg ótrúlega þétt.
Djöfulsins upplifun!
Bandið er totalli punk í attitude, og ferðast með lítið distro með fullt af diskum og vinylum frá öðrum böndum. Voru m.a. með 1 stk af Breed The Lies með Changer.
Þeir eru að selja nýju 7 tommuna sína, sem bara var gefin út á vinyl s.s. Kostar skitnar 350 kall. Merchendise'ið þeirra er eina innkoman sem þeir munu fá á meðan á dvöl þeirri stendur, þannig að ég hvet alla til að kaupa frá þeim.
Ef menn mæta ekki á Dillon eða í Gamla bókasafninu í næstu viku, þá er eitthvað að held ég bara… ”
Resting Mind concerts