Ég er algjör die hard fan, hef nauðgað öllum diskunum í gegn í mörg ár.
Persónulega finnst mér St.Anger alls ekki lélegur diskur, hann er ekki bestur auðvitað eða með þeim bestu, en miðað við hvað allir þursa yfir hann og blóta yfir honum finnst mér hann eiga þetta alls ekki skilið.
Mér finnst mjög miklar tilfinningar í þessum diski, ágætlega heavy, og trommurnar bögga mig ekki.
Ég hef í rauninni aldrei fattað hvað allir eru að væla með trommurnar, en það er auðvitað bara þeirra persónulega mat.
Varðandi hversu mikið gítarnir eru tunaðir niður, þá finnst mér það bara nett flott, t.d. The unnamed feeling, Frantic, St.anger, SKOM, alveg flott lög, reyndar er SKOM pínu langdregið en það er áhlustanlegt.
Hin lögin eru svona ‘okay’ í hlustun, hægt er að hafa þetta svona á bakvið meðan maður gerir eitthvað annað.
En hvernig ég upplifi plötuna er örugglega allt öðruvísi en aðrir gera það, þetta er auðvitað bara mín persónulega skoðun, og ég virði skoðanir annara auðvitað.
kv
THorin