Í engri sérstakri röð:
Caspar Brötzmann Massaker : Home.
Caspar er mjög brútal gítarleikari, Fender Stratocaster og Marshallstæður á tíu, ef Jimi Hendrix hefði alist upp hlustandi á industrialtónlist hefði hann mögulega
hljómað einhvernveginn svona.
Rapeman : Two nuns and a pack mule.
Þessi plata er fín til að mölva húsgögn við, einhver allra agressívasta og reiðasta rokkplata í heimi.
Tad : Inhaler.
Voru samtímamenn Nirvana en meira metall en indírokk, söngvarinn var 130 kílóa slátrari og þetta er síðasta platan þeirra fyrir utan plötuna Infrared Riding Hood sem ég er búinn að leita að í 14 ár, þessa plötu má stundum finna á útsölum í Skífunni fyrir 100 kall.
Chrome : 3rd from the sun.
Furðumetall? Það er eitthvað verulega lasið við þetta band, þessi plata hefur ekki elst neitt sérstaklega vel en lagið Armageddon með þeim er ennþá frekar svalt að mínu mati.
Læt þetta duga í bili.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.