Ég virðist alltaf vera að rekast á fólk sem að eigin sögn á eftir að drífa sig að kaupa miða á þetta helvíti… Það eru vissulega enn til miðar á þetta, en ég myndi þiggja það svona persónulega ef að menn ætla sér á annað borð á tónleikana að kaupa miðann fyrr heldur en síðar.
Ein af ástæðunum er sú að ef fólk kaupir miða með t.d. kreditkorti eftir 18.maí (og framtil 17. júní), þegar nýtt kortatímabil er byrjað, þá fáum við ekki peninginn í hendurna fyrr en 3. júlí, eftir að bandið er farið úr landi! Að sama skapi fáum við ekki kreditkortagreiðslur frá 18. júní að tónleikum fyrr en 3. ágúst…
Að sama skapi fáum við ekki greiðslur frá þeim sem borga með debitkortum allan júní mánuð fyrr en 6. júlí…
Svona virkar kerfið… að sumu leyti sökkar það að taka við svona kreditkortum fyrir svona sprellara eins og okkur Smára… Gæti sett okkur í mikil vandræði…
Einnig hvetjum við menn til þess að borga með beinhörðum peningum, því debitkortafærslur bera 1% kostnað fyrir okkur og 2% fyrir þá sem borga með kreditkortum…
Ergo. Við myndum meta það mikils ef fólk keypti sína miða með beinhörðum… fara bara í hraðbanka fyrst t.d.
Þorsteinn
Resting Mind concerts