Dimmu Borgir - Puritanical Euphoric Misanthropia Þetta er sjötta platan þeirra, mjög heavy með sinfóníuhljómsveit að spila með líka.


1. Fear and wonder
Flott byrjun á disknum, þetta er rólegt instrumental lag rétt eins og síðasta lagið.
***

2. Blessings upon the throne of Tyranny
Byrjunin er léleg en síðan kemur frábært lag!
***1/2

3. Kings of the carnival creation
Mér finnst þetta vera besta lagið á disknum, rosalega heavy og flott.
*****

4. Hybrid stigmata - The apotasy
Gott lag, en maður verður þreyttur á því eftir að hafa hlustað á það nokkrum sinnum og þá verður það frekar leiðinlegt lag.
****

5. Architecture of a genocidal nature
Fínt lag, en það er leiðinlegt á köflum og manni langar ekki að hlusta á það oft.
***

6. Puritania
Mjög gott lag. Það fjallar um tortímingu mannsins eða eitthvað nálægt því. (Misanthrophy þýðir mannhatur)
****1/2

7. Indoctrination
Byrjunin sökkar en eftir eina og hálfa mínutu verður lagið mjög gott.
***1/2

8. The maelstrom mephisto
Mjög heavy lag og skemmtilegt á köflum. Ekki með þeim bestu á plötunni samt.
***1/2

9. Absolute sole right
Lag sem maður er fljótur að gleyma, hljómar svipað og sum önnur lög á disknum.
***

10. Sympozium
Annað besta lag plötunnar af mínu mati. Mjög góð melódía í laginu og vel samið.
*****

11. Perfection or vanity
Instrumental lag alveg eins og fyrsta lagið, nema bara miklu betra. Þetta er létt lag með smá fiðlu í.
****

Bonus track: Burn in hell
Rosalega gott cover lag.
Twisted sister samdi þetta meistaraverk.
*****


Allt í allt er þetta mjög góður diskur, fjórar stjörnur af fimm. Ég mæli með þessum diski!

Takk fyrir að lesa þetta :)