Nú var ég að hlusta á promo eintak af nýju plötu Graveworm (Collateral Defect) og varð fyrir miklum vonbrigðum. Það er margt gott á þessari plötu eins og cover af laginu I Need A Hero eftir Bonnie Tyler og Reflections, sem er reyndar intro. En platan er að mestu leyti ekki frumleg. Langt frá því reyndar vegna þess að þau algerlega stálu lagi eftir Joe Satriani af plötunni Strange Beautiful Music, en í augnablikinu man ég ekki eftir nafni lagsins. Lagið á Graveworm plötunni heitir hins vegar The Day I Die.
Þessi hljómsveit ætlar greinilega ekki að toppa Engraved In Black. Bara á niðurleið…
Kannski læri ég að meta plötuna eftir aðra hlustun. Seinni helmingur hennar hljómar a.m.k. betur.
Fyndið samt að mig langaði alltaf að heyra metal útgáfu af I Need A Hero… ég fékk þó það. ;)
Þau ættu kannski að sérhæfa sig í cover lögum en þau hafa gert frábær cover lög á borð við: Fear of the Dark (Iron Maiden), Christian Woman (Type 0 Negative), It's A Sin (Pet Shop Boys) og Losing My Religion (R.E.M.).
Ég mæli a.m.k. með seinni helmingi plötunnar fyrir Graveworm aðdáendur. Ef ykkur tekst að horfa framhjá gestasöngvaranum á Fragile Side, einstaka cheesy gítarleik og fáeinum klisjum þá er hægt að hafa mikið gaman af plötunni. Svo ekki sé minnst á þá sem fíla 80's popplög í metalútgáfum.