Samkvæmt nýrri breskri rannsókn er hlustun á þungarokk leið margra afburðanemenda til að slaka á og losna undan álaginu sem fylgir því að vera gáfaður. Staðalmynd sveitta þungarokkskjánans á því ekki við rök að styðjast.

Rannsakendur komust að því að margir þungarokksaðdáendur á unglingsaldri eru langt frá því að vera vitlausir vandræðaunglingar heldur þvert á móti afar gáfaðir og notfæra sér tónlistina til að kljást við álagið sem fylgir því að vera afburðavel gefnir og utangarðs vegna þess. Þátttakendurnir sögðu þá að þeir kynnu að meta þá flóknu uppbyggingu og textagerð sem einkenndi þungarokk öfugt við megnið af einfaldri dægurtónlist.

Þeir sem hlusta á þungarokk eru þó líklegri til að hafa slakara sjálfsálit en þeir sem hlusta til dæmis á popp eða klassíska tónlist og nota þá gjarnan tónlistina til að fá útrás og losna við reiði og erfiðar tilfinningar.
Foreldrar og kennarar hafa gjarnan áhyggjur af þeim slæmu og ókristilegu áhrifum sem þungarokk geta haft á unga huga vegna pólitískra eða ógeðfelldra texta. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda þó til að engin ástæða sé að hafa áhyggjur heldur þvert á móti geti þungarokk haft góð áhrif á unglinga. Það sé aftur á móti ástæða til að kanna hvernig þeim líði.

Þetta eru nú engar break-trough fréttir imo. Gaman að þessu þó. ^^,

http://www.visir.is/article/20070413/LIFID02/104130072