Lengi er ég búinn að vera að pæla hvort að hann Lars Ulrich (trommarinn í Metallica) sé góður.
Það er hægt að rífast um þetta endalaust en ég ætla koma með nokkra skoðarnir sem ég og vinir mínir eru búnir að koma með um hann.
Það sem er svo gott við hann Lars er að hann semur ansi mikið af lögunum þeirra Metallica. Hann er líka talinn vera einn af mikilvægustu trommuleikarum sem uppi hefur verið (útaf nýum efnum sem hann kynnti fyrir trommara á yngri árunum sínum). En ef maður hlustar á lög með Metallica þá heyriru að taktarnir eru frekar einfaldir (fyrir atvinnumann eins og Lars).
Sjálfur finnst mér hann vera slakur trommari en samt sem áður mikilvægur fyrir Metallica. Endilega segið mér hvað ykkur finnst.
Flestir vita að Lars lokaði Napster fyrir ólöglega dreifingu á lögunum þeirra og útaf því er hann mjög hataður. Þannig að ef þú ert einn af þessum mönnum sem hata Lars útaf því þá ekki deila það með okkur hérna… Þetta er grein um hvort hann sé góður trommuleikari.