Hér ætla ég að gera grein um hljómsveitina Deathstars, sem er sænsk “industrial metal” hljómsveit. Hljómsveitin spilar svona blöndu af Rammstein og Marilyn Manson, menn hugsa sér kanski fyrst að þetta sé ömurleg blanda en finnst mér þetta bara frábær blanda.

Hljómsveitin er ekki mjög fræg og hafa aðeins gefið út 2 breiðskífur, Synthetic Generation (2003) og Termination Bliss (2006). Þeir byrjuðu árið 2000 undir nafninu Swordmasters en breyttu því einu ári síðar yfir í Deathstars.

Hljómsveitin er þannig að;
Andres “Whiplashers Bernadotte” Bergh - söngur
Emil “Nightmare Industries” Nödtveidt - gítar og hljómborð
Jonas “Skinny Disco” Kangur - bassi og bakraddir
Ole “Bone W Machine” Öhman - trommur
Eric “Cat Casino” - gítar

Hljómsveitin hafa gefið út 2 myndbönd, þar á meðal Synthetic Generation, Syndrome, Cyanide og Blitzkrieg.
Diskurinn Termination Bliss var það sem lét mig byrja að hlusta á hljómsveitina, ég heyrði lagið Cyanide og fannst mér það bara frábært lag að ég fékk mér diskinn og fannst mér hann mjög góður. Synthetic Generation er hins vegar ekki eins góður að mínum mati en þetta eru samt 2 úrvalsdiskar sem ég mæli eindregið með.

Mér fannst ég ætti að gera svona stutta grein um þessa hljómsveit og mæli ég með að þið kíkið á hana, bara fara inná http://www.deathstars.co.uk/ og kíkja á myndböndin og fá sér diskana þeirra.
Heimildir http://en.wikipedia.org/wiki/Deathstars