Hann hefur spilað með fjöldanum öllum af hljómsveitum og má meðal annars telja Death, Testament, Sadus og Control Denied ásamt fleirum einnig hefur hann spilað sem session bassaleikari hjá hljómsveitum eins og Dragonlord, Artension, Autopsy, Vintersorg, James Murphy, Quo Vadis, Iced Earth, Sebastian Bach and friends og demo með bandi sem varð ekki mjög langlíft sem var kallað Funeral.
Sadus var hans aðal band frá 1986 til 1992 þegar þeir fóru í pásu, á þeim tíma fór hann að vinna með hinum og þessum hljómsveitum.
Hann hefur verið þekktastur fyrir að spila ávalt á bandalausann bassa og þekkist spilamennskan hans alltaf á bassa sándinu hjá honum.
Ætla nú ekki að fara neitt mikið dýpra í ferilinn hjá honum, en það að hafa grafið upp plötur með sumum áður upptalinna hljómsveita, þá fann ég Quo Vadis, reyndar fékk ég mér bara plötuna sem Steve spilar á, og ég hef ekki heyrt betri death metal plötu síðan Individual thought patterns með Death, sem Steve spilar einnig á.
Ég mæli með Quo Vadis við alla sem fíla technical death metal.
BC Rich NT Virgin, BC Rich NJ Deluxe Warlock5, BC Rich Warlock NJ Series(1986-'88), BC Rich ASM Pro Neck-thru, Jackson Kelly KBX