Þetta er ekki band sem ég myndi vilja sjá á Íslandi. Það myndi aldrei skapast rétt stemmning. Fullt af fólki þarna sem væri bara að mæta til að “vera með” eða til að sjá þungarokksband svo það geti sýnt hvað það er ótrúlega kúl og “down with the scene”. Bú á það. Bú á íslendinga á tónleikum með erlendum böndum yfirleitt. Ekki að það séu ekki undantekningar. Þetta er band sem maður á ekki að sjá í svitabaði og troðningi umkringdur fullum íslendingum. Maður á að sjá þá í góðum tónleikasal með Opeth fans, sem eru að mæta þarna vegna þess að þeir fíla Opeth, ekki bara af forvitni. Þegar maður fer á svona tónleika úti mæta ekki bara allir á þá, þar eru góðir tónleikar í boði mörgum sinnum í viku og fólk fer bara á það sem það vill virkilega sjá, sem leiðir af sér að á hverjum tónleikum eru bara aðdáendur hljómsveitanna, ekki eitthvað random pakk. Þar að auki eru flestar aðrar þjóðir betri drykkjumenn en Íslendingar og telur ekki jafn brýna þörf á að troðast og vera með hamagang og við, leyfa frekar bara fólkinu í kringum sig að njóta tónleikanna og vinna saman til að skapa góða stemmningu. Enda er það líka mun auðveldara þegar allir tónleikagestir eru saman komnir af sömu ástæðu, til að njóta þess að sjá eitt af uppáhaldsböndunum sínum live.
Samt sem áður verða Cannibal Corpse tónleikarnir hérna heima örugglega rosalegir og á Death Metal tónleikum þýðir ekkert annað en að láta eins og fífl og ég er viss um að Íslendingar munu standa sig vel við það.
Endless Power? This is Perfect! - Bryan Fury