Ég hafði aldrei séð corpsepainti og svona ,,black metal fíling“ notaðan í myndlist en fannst þetta nokkuð flott…notarðu þá corpsepainti í þessum ,,black metal skilningi” eða þá, einsog þær hljómsveitir gerðu upprunalega með því að reyna fela hverjir þeir eru?
Finnst líka skemmtileg pæling hvernig tónlist hefur í rauninni áhrif á myndlist og hvað fólk vill teikna…þeir sem hlusta á metal, sérstaklega svona Extreme Metal hneygjast meira útaf að gera svona myrk, dularfull verk. Einsog ég, hlusta mikið á svona death og black metal, meira black metal og það hlýtur að vera ástæðan fyrir því að ég hrífst meira af svona ,,myrkari verkum“. Byrjaði reyndar fyrr hjá mér, alltaf þegar maður var lítill var maður alltaf að teikna hauskúpur og dautt fólk, fólk var orðið áhyggjufullt á tímabili.
Finnst mörg af verkum þínum af heimasíðunni mjög flott, flottust finnst mér þessi tengd goðafræðinni og íslendingasögum. Verkin sem þú gerðir með gjörningunum eru líka áhugaverð, minna mann svakalega á svona ,,black metal banda logo”, það er nefnilega svo fyndið við þau að ef maður veit ekki nafnið á hljómsveitinni er ekki nokkur leið að lesa hvað stendur á þeim..hehe
Gjörninginn sjálfan ætla ég ekki að tjá mig, ekki mikill aðdáandi gjörninga yfir höfuð. Hef í rauninni fordóma gangvart nútímalist, endurreisnartímabilið hef ég gaman af, þegar málverkin voru í rauninni bara ljósmyndir…
æææi, búinn að skrifa of mikið, margt flott á síðunni…
Heh heh… Gott orðaflæðið hjá þér félagi og ekki verra að þú leggir fram ‘vel gildar’ skoðanir á myndlistinni, svona með…;-)
Þó tel ég ágætt að þú skulir hafa gefið þessu athæfi gaum og ef þú ert opinn fyrir nýjum hugsjónum (hvort sem á sviði myndlistar eða annarstaðar), þá getum við vel rætt málin við gott tækifæri. Hví ekki á sýningu, svona þegar það gerist, en þá mun ég geta rakið fyrir þér ferlið ‘A til Ö’… Þangað til, fylgstu bara með - af og til - og þá muntu sjá í hvað stefnir…;-)
…En ég tel mig fyrstan - og þá fremstan - í flokki málaðra BM málara (corpse-/warpainted), en hugsunin á bakvið það er eflaust tvíföld: Að geta gengið um og í gervi Nekrons, kallað fram dimm og drungaleg öfl, aðhafst frjálslega (óþekkjanlegur per say!?!) og tekið nauðsynlegum ‘sálarskiptum’ við hvert athæfi óhindrað. Síðari ástæðan væri öllu meiri ‘commercial’ út á kant, en þar skiptir sköpum að standa út úr (á myndlistarsviði) og ná athygli, hvort sem á jákvæðan og/eða neikvæðan hátt… En ég mun halda striki og berjast jafnframt með kjafti og klóm, þar til völlurinn er unninn og andspyrnendur (gagnrýnendur!?!) liggja í valnum (allir sem einn…!-)
…En - eins og áður var getið - þá er margt í vændum og hlakkar í Nekron að heyra hvað þér finnst þegar allt er komið til alls…
Ég vona svo bara að þú hafir ekki hætt að teikna…;-)
Kv,
D/N
Í dag hlustar Nekron ekki á neitt: Stúdíóið fullt af drasli, málverkurinn kominn inn í stofu og ‘Nekronsdóttir’ að þruma Dúmbó á fullu í DVD spilaranum… Andsk…
0