Ánægður með almennilegt svar.
Smekkur manna er mismunandi, en það breytir ekki því að sum tónlist er verr samin og einfaldari en önnur og margt verra við hana þótt sumum finnist hún betri. T.d. var ég núna fyrir örfáum mínútum að rökræða við einhvern hálfvita sem fannst Gavin Portland betri en Finntroll og Beethoven, fílar einfaldari tónsmíði betur. Það er smekkur. Smekkur er ekki alltaf jákvæður.
Sjálfur sé ég enga ástæðu fyrir því að virða skoðanir sem mér finnst fáránlegar(nema hugsanlega til að virðast “þroskaður”, en það myndi ég ekki gera).
Hann myrti mann, já. Myrti ýkt harðan black metal gaur sem fannst áreiðanlega ýkt kúl að deyja í bardaga. Ég held að hann sé ekki að ljúga með það að Euro hafi dottið á lampa, þar sem ég held að Varg sé nógu hreinskilinn til að hann myndi viðurkenna morðið, hefði hann stungið hann tuttugu og þrisvar sinnum. Enda, hefði hann stungið hann 23x, þá hefði hann ástæðu fyrir því og sæi líklegast enga ástæðu til þess að ljúga með það.
Sure, hann brenndi í burtu ómetanlegar bygginar í sögulegu og menningarlegu samhengi. Frekar kjánalegt, en ekki það hræðilegt. Öllum er sama um kristna trú, nema þá þessum örfáu hálfvitum sem trúa raunverulega á þetta. Ég vorkenni því fólki ekki neitt, það eru hálfvitar.
Hann var að sýna andspyrnu gagnvart kristni, það tókst ágætlega. Markmið hans náðist, hann eyddi sögulegum og menningarlegum arfi Noregs í tengslum við kristninnar sem skemmdi heiðna menningararf Noregs.
(skrifað í flýti, hugsanlega eitthvað illa orðað, en ég býst við að þú skiljir þetta)