Besta sveit í heimi í dag.
Tékkaðu einnig á Septic Flesh, Thou Art Lord og Nightfall.
Þetta eru allt grísk bönd, Septic og Nightfall eru báðar hættar en það sem þær skilja eftir sig eru hreint magnaðar plötur.
Rotting Christ voru stofnaðir 1987! svo þeir eru síður en svo nýjir af nálinni. Upphafnlega á Passage To Arcturo og Thy Mighty Contract þá spiluðu þeir hefðbundinn oldschool blakkmetal en þó með þeirra melódíska stíl. Non Serviam frá árinu 1994 kom svo með nýjum áherslum í black/goth stíl og Triarcy Of The Lost Lovers frá 1996 var svo fullkomnun þeirra á nýja stílnum. A Dead Poem og Sleep Of The Angels þróaði þennan stíl yfir í meiri melódíur en þess mâ geta að Xy úr Samael pródúseraði og mixaði Sleep og samdi nokkur stef á henni einnig. Khronos kom út 2000 en þar þyngdust þeir örlítið aftur og minni áherslur voru á hljómborðanotkun. Það má segja að á Genesis frá 2002 hafi svo RC leitað aðeins aftur til upprunans en mikill blakkmetalfílingur er á þeirri skífu og til að sannfæra fansinn um þetta kom svo á Sanctus Diavolos 2004. Hún er dimm og hröð og nánast fullkomin. Titillag Sanctus er eitt alflottasta lag sem ég hef heyrt en ég sá svo sveitina árið 2005 ásamt Vader, Anorexia Nervosa og Lost Soul. Þetta voru bestu tónleikar sem ég hef á ævinni séð en performance'ið hjá RC á sviði er stórkostlegt. Nú var að koma út í janúar ný plata frá köppunum sem ber nafnið Theogonia, sem meðal annars byrjar á laginu THE SIGN OF PRIME CREATION. Þetta er albesta plata sem ég hef á ævinni heyrt og það tók mig ekki langan tíma að komast að þeirri niðurstöðu. Ég er ellikjeppz, búinn að hlusta á metal í 27 ár og fram að þessu einn alharðasti Slayeraðdáandi á landinu en Rotting Christ hreinlega eru búnir að yfirtaka uppáhaldssætin mín með framúrskarandi tónlist og performance. Ég ætla að skella mér aftur að sjá þá núna í mars ásamt Malevolent Creation og það verður sick!