Kallinn, varðandi gistingu, tékkaðu á þessu:
** Gistingarmál
Það eru nokkrir ódýrir gistimöguleikar í Kaupmannahöfn. Ég geri ekki ráð fyrir því að fólk sé tilbúið að eyða stórum $$ í gistingu og því eru farfuglaheimili mjög góður kostur. Hér er listi yfir nokkra staði.
Farfuglaheimili:
* Dan Hostel
http://www.danhostel.dkStærsta keðja af farfuglaheimilum í DK. Þeir eru með 3 farfuglaheimili í Köben og þaraf eitt glænýtt í miðbænum, sjá hérna:
http://www.danhostel.dk/vandrerhjem.asp?lan=uk&id=144Mér fyndist ekki vitlaust að fólk myndi fjölmenna hingað. Það er hægt að leigja sérherbergi einnig (ekki bara einstaka rúm í “shared rooms”), upp í 6 manna herbergi fyrir skít á kanil.
* Sleep In Heaven
http://www.sleepinheaven.comHér hafa fjölmargir úr ferðinni gist á hverju ári.
* Belægningen
http://www.belaegningen.dkMjög kósý og gott farfuglaheimili, svolítið frá miðbænum, en á móti ódýrt og eins og ég segi virkilega gott. Hef gist hérna nokkrum sinnum.
Ódýr hótel
* Cab Inn
http://www.cabinn.dk/Hér hafa einnig margir verið í gegnum árin. Svolítið dýrara en farfuglaheimilin, en eflaust eitthvað meiri þægindi. Veit þó ekki um þetta, því ég hef ekki verið hérna.
* Hotel Jørgensen
http://www.hoteljoergensen.dk/Fínt hotel, í svona farfuglaheimilisstíl, en býður líka upp á venjuleg herbergi. Hef verið hérna einu sinni.