Ég held að það besta fyrir þig, narser, er að skoða t.d. wikipedia.org eða aðrar góðar síður og bara lesa um þetta. Það eru örugglega til jafn margar skilgreiningar á þessu og það er til fólk sem hefur spáð í þessu.
En þegar það kemur að “trú” eða kanski öllu heldur lífstíl, þá vel ég og hafna eins og ég vil. þó að ég trúi ekki á guð, djöfullinn, þór eða jólasveininn þá eru ýmsir hlutir úr hinum ýmsu trúarbrögðum sem ég hef mér að leiðarljósi. Sem dæmi má nefna hreinlega sjálfstæða hugsun (ég er guð pælingin), sem ég hef fengið að láni úr mörgum tegundum að nútíma-satanisma, svo er það einnig algjör andstyggð á kristni og öðrum hlutum sem lítillækka manninn sjálfan, svo er ég meðlimur í hinu Íslenska ásatrúarfélagi, vegna þess að t.d. Hávamál eru fyrir mér að mestu hreinn og beinn sannleikur. Og svo má lengi telja.
En fólk talar oft um Satanisma, aðalega þá LaVey satanisman sem eitthvað fake og bara kommon sens. Þá ætti þá aðeins að pæla í því að kirkjan bjó til hinn bókstaflega satanisma, sem áróður gegn heiðnum, og ókristnu fólki. Satan var kastað úr hmnaríki fyrir það að elska sig sjálfan meira en guð, það er nákvæmlega það sem satanistar gera, þeir eru ekki kindur sem elta hirð.