Vil bara bæta því við að það er ekki Suicidal/Depressive Black Metal sem er mjög þungur, heldur er það Doom Metall almennt, þó að bönd innan þeirrar stefnu séu mjög mismunandi, sum eru í léttari kantinum miðað við nútíma standarda, t.d. Black Sabbath, en mörg eru fáránlega crushing, t.d. Funeral Orchestra og Weedeater (til að nefna bara eitthvað). Það má segja að þessi depressive Black Metal sé sub-genre af Doom, eða kannski réttara sagt sub-genre af Doom og Black Metal. Black Metal er almennt ekkert sérlega þungur, þó hann sé extreme og mikil keyrsla í honum, og þess vegna er þetta sub-genre ekki næstum jafn þungt og t.d. Funeral Doom eða margar aðrar tegundir Doom.
Það má samt alveg segja að (Brutal) Death Metal sé þyngsta tónlistartegundin innan Þungarokks.
Endless Power? This is Perfect! - Bryan Fury