þú hefur hlustað á Keeper of the Seven Keys part 1 og 2, það er kominn út þriðji diskurinn ( Keeper of the Seven Keys: The Legacy).
En það er enginn diskur eins og Keeper 1 og 2.
Ég mæli með Walls of Jericho, þá er gítarleikarinn að syngja, syngur eins og geldingur en það er ekkert slæmt að mínu mati, bara soldið spes.
Pink Bubbles Go Ape kom út á eftir Keeper 2, svo kom Chameleon og það var síðasti diskurinn með Michael Kiske, þeim sem söng á báðum Keeper diskunum.
Svo fóru þeir að vera mikið þyngri með Master Of The Rings, Time of The Oath, The Dark Ride, Better Than Raw og Rabbit Don´t Come Easy. Ég hef ekki heyrt Keeper of the Seven Keys: The Legacy en ég gæti trúað að hann sé ekki jafn góður og hinir.
Þannig að já… það er enginn eins og Keeper of the Seven Keys 1 og 2, nema kannski Live In The U.K. (I Want Out Live ef þú finnur BNA útgáfu)