Mest á óvart: Mastodon - Blood Mountain, hafði aldrei heyrt í þeim áður og komu mér skemmtilega óvart með helv. magnaðri plötu.
Ekkert á óvart: In Flames - Come Clarity, einhvernvegin fannst mér þetta mjög fyrirsjáanleg plata, en mjög góð engu að síður. In Flames samt ekki upp á sitt besta. A matter of life and death með Iron Maiden á líka heima hérna, góða platan en mjög týpísk.
Leiðindi: Slayer - Christ Illusion, ég verð drepinn fyrir að segja þetta en mér fannst þetta alls ekki sérstök plata, Slayer ekki í uppáhaldi hjá mér en ég bjóst við einhverju betra…
Best: Get ekki gert uppá milli As Daylight Dies - Killswitch Engage og With Oden on our side - Amon Amarth. Elska nýja KsE diskinn, langlanglanglangbesta metalcore hljómsveit sem þú finnur og Howard Jones er sá besti söngvari sem ég hef heyrt í lengi. Amon Amarth platan er líka hrikalega öflug og óvenju vönduð plata.
Aðrar góðar: Evergrey - monday mourning apocalypse og Lamb of God - Sacrament.