Helsti munurinn er sennilega söngurinn, í black metal er hann oft voða hár og sársaukafullur, jafnvel bara eitthvað væl á tímum, en í death metal er mjög djúp og sterk öskur, a.k.a. growl.
Hljóðfæraleikurinn er líka mismunandi, trommurnar eru gjarnar hraðari, fjölbreytari og dúndur á bassatrommuna á meðan í black metal eru gjarnan bara tveir taktar.
Held að gítarsóló séu líka mjög mismunandi, þau eru gjarnan hæg og “sorgleg” í black metal en hröð og brjáluð í death metal líkt og mestallur gítar í death metal.
En til að einfalda þetta:
Death Metal = Reiði, hatur og meiri reiði og svo brjálæði
Black Metal = Sársauku, sorg, satanismi oft á tíðum
Heyrir mjög augljósan mun er þú berð saman Cannibal Corpse eða Morbid Angel við Darkthrone.
Ekkert vera að hlusta á þessa vitleysu í mér samt