In Flames, Byrjuðu sem Melodic Death Metal.
Lunar strain er frábær melodec death metal plata og ég gerist meiraðsegja svo djarfur að segja að hún var undir folk og black metal áhrifum. Enda mín uppáhaldsplata.
The Jester Race var engu síðri. Melodic Death Metal uppá sitt besta. Þar var Anders Friden búinn að skipta við Mikael Stanne og Anders fór í In Flames og Stanne í Dark Tranquillity. Þess má geta að gítarleikari Dark Tranquillity á þeim tíma Fredrik Johansen spilaði sólóið í December Flower laginu á Jester Race.
Whoracle er frábær einnig. Þeir héldu ennþá í Melodic Death Metalinn á þessum tíma. Gaman að sjá þá taka Episode 666 live í þýskalandi árið 1995 þegar platan var ekki komin út og lagið ennþá í smíðum.
Colony hafði taste af melodeath í sér en á þessum tíma voru mikil meðlimaskipti (trommarinn færði sig á gítar og eitthvað rugl) og var hún meira í þessum soft kannti þrátt fyrir að vera þrusugóð !
Clayman, gleymi aldrei hversu vonsvikinn ég var þegar ég hafði bara heyrt Lunar Strain og hlustaði svo á þennann disk. Death metal influencið var algjörlega horfið og þetta var melodic metal, ef komast má svo að orði.
Reroute To Remain, rusl. Þeir ætluðu að gerast rosalega nu-progressive metal eitthvað en það er bara hlægilegt. Dark Signs er eina góða lagið á þessum disk, Trigger sleppur líka.
Soundtrack To Your Escape = Soundtrack To Your Mistake .. anyone ? Rokk, ekki metall. Textarnir hlægilegir.
Come Clarity, skref í rétta átt frá seinustu 2 en ekkert eins og þeirra “early work.”
Takk fyrir mig. Vonandi hjálpar þétta þér eitthvað pieman eða mr.D
Bætt við 10. desember 2006 - 04:04
Minor innsláttarvillur þarna, ekki láta það pirra þig.