Trivium komu mér líka frekar mikið á óvart með nýjustu plötunni.
Hafði heyrt gamla draslið þeirra, hataði sönginn en fannst hljóðfæraleikurinn fínn. Síðan leyfði gaur í skólanum mínum mér að heyra í nýju plötunni og þeir eru komnir út í thrash, og söngurinn er langt frá því að vera glataður. Finnst þeir samt ekki það góðir að ég sé að fara að kaupa disk með þeim eða neitt þannig.
En annars hefur það verið Death, Nile eða Behemoth, þeir koma mér alltaf á óvart. Yfirnáttúrulega góðir hljóðfæraleikarar, fáránlega flott lög og tímasetningar (sérstaklega Death, þ.e.a.s. Sound of Perseverance). Nile komu mér líka á óvart vegna þess hversú ótrúlega vel þeim tekst að blanda saman þessum mið-austurlensku/egypsku áhrifum inn í tónlistina sem, að mínu mati, gerir þá að besta death metal bandi allra tíma (auðvitað líka hversu geeeeðveik lögin þeirra eru, ég er alltaf í stuði fyrir Nile).
Og Behemoth.. fannst þeir ömurlegir fyrst þegar ég heyrði í þeim. Svo hlustaði ég bara á hljóðfærin og fannst þetta ógeðslega flott, minnti mig svo mikið á Nile (Sculpting The Throne ov Seth). Svo bara fór ég að fíla röddina í Nergal líka. Tékkaði síðan á nokkrum lögum í viðbót og ég átti erfitt með að halda vatni yfir þeim. Á núna allt safnið þeirra (nema Thelema.6, hef bara ekki fundið hann ennþá:( )
Bætt við 8. desember 2006 - 00:11
Sleppið því bara að lesa þetta, þetta er bara langt og óþarft. hélt bara áfrám að skrifa og fattaði svo eftirá að öllum er nákvæmlega sama.