Þú getur fengið flug allt frá 20þús upp í 35þús. Panta bara sem fyrst eða reyna á heppnina og lenda á tilboði.
Matur, bara fer efti því hvað þú ert svangur. Gætir í raun lifað á bjór alla ferðina ef þú vilt það. Ef ekki, geturðu keypt þér pítsu, hamborgara og margt fleira, held að gosglas og pítsa sé ca. 350-500 kr.
Gisting… Fer eftir hve fínt þú ætlar að gista í köben fyrir. Ég persónulega mæli með Hostelinu Sleep-In-Heaven (www.sleepinheaven.com), en ég hef heyrt að Cab-Inn sé fínt líka.
Miðinn kostar bara það sem thorok segir að hann kosti, 19þús ef þú kaupir fyrir 20. des og hvað, 23 eða 24þús eftir það.
Svo ertu náttúrulega að gleyma mestu eyðslunni (fyrir suma), geisladiskar og annar varningur. Sjálfur drekk ég ekki og eyði því minna af pening í áfengi sem flestir eyða mikið í, en ég held að ég hafi keypt ca. 20 diska í sumar en yfir 30 í fyrra. Þeir eru hinsvegar ekkert það dýrir og eru oftast frá 5 evrur upp í 15 (frekar sjaldgæft að þeir fari svo hátt).