Karl Sanders, aðal-gæjinn í hljómsveitinni segir að þetta sé Ithyphallic Death Metal, sem er væntanlega einhverskonar blanda af brutal DM ,technical DM og forn-egypskri þjóðlagatónlist.
Helsti munurinn á Death metal og Black metal er sá að Death metallinn er með growl (lang oftast) og maður heyrir alveg hvað er í gangi hjá öllum. Black metallinn er meira svona ‘fuzzy’ og hár og skerandi söngur og hann er lang oftast lítið pródúseraður svo tónlistin virðist ekki vera eins vönduð og Death metall.
Ef þú tékkar bara á Nile, Behemoth (nýrra efnið), Decapitated, Suffocation, Necrophagist, Dies Irae, Morbid Angel og Cannibal Corpse (allt death metall) og Marduk, Gorgoroth, Mayhem, Immortal, Kult Ov Azadel og Emperor (black metall) þá ættiru að heyra muninn, sérð svona hvað black metal böndin eiga sameiginlegt og hvað death metal böndin eiga sameiginlegt og þá sérðu líka muninn á death metal og black metal