Núna ætla ég að segja ykkur frá skemmtilegum atburði sem gerðist í gærkvöldi.
Það var þannig að ég var að fara á eitthvað skólaball og það komu nokkrir aðrir skólar líka. Ég bjóst við frekar leiðinlegu balli af því að ég fíla ekki mikið tónlistina sem er spiluð á svona böllum.
Ballið byrjaði á nokkrum skemmtiatriðum og svo voru nokkrar skólahljómsveitir sem spiluðu einnig. Svo þegar það var allt saman búið skellti maður sér niður í sal og beið eftir aðalhljómsveitunum(þær voru tvær).
Fyrri hljómsveitin er hljómsveit að nafni S.P.O.R, vinir mínir voru eitthvað búnir að vera að tala um að þetta væri þungarokks hljómsveit en ég trúði þeim ekki vegna þess að það eru nánast aldrei þannig hljómsveitir á svona böllum.
En viti menn!! Þetta var alls ekkert bull hjá þeim! Þetta var metal hljómsveit (þeir sögðust spila heavy power metal), og þessi æðislega tilfinning sem ég fann þegar ég fattaði þetta! Ég hef aldrei upplifað það að hafa svona metal hljómsveit á böllum og svoleiðis. Og tilfinningin að geta farið að þeyta hári var æðisleg! Ég hef aldrei skemmt mér jafn vel á svona balli áður!
Þannig að ég vill meina það að það eru líkur á að það geti komið metal hljómsveitir á svona böll. Og einnig heldur þetta heiðri metalsins!
Mig langaði bara að deila þessu með ykkur metalhausunum;)
Takk fyrir mig \m/