Las einhver jólahlaðborðahandbókina sem fylgdi með Mogganum í gær að ég held? Ég fletti mogganum alltaf afturábak þannig að ég vissi ekki hvað ég var að lesa og er því löglega afsakaður :) En það sem ég ætlaði að tala um var stutt viðtal við einn af snillingunum á bakvið Baggalút - www.baggalutur.is - þar sem hann var spurður ýmissa spurninga um jólalög. Síðasta spurningin var svo hver uppáhalds jólaplatan hans væri og hann svaraði að Hátíð í Bæ með Hauki Mortens væri mesta stemmingsplatan, en þegar mikið liggur við þá er það Seasons in the Abyss með Slayer.

Þetta fannst mér alveg eiturmagnað að heyra :D Ég efa það stórlega að hann setji Slayer á um jólin en bara fyrir það að þekkja Slayer plötu með nafni (og það aðra en Reig in Blood) fær hann stóran plús í kladdann frá mér.



Bætt við 4. nóvember 2006 - 15:14
Reign átti þetta auðvitað að vera.
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _