Jæja, langaði bara að deila þessari kjánalegu sögu minni með ykkur..
Í dag fór ég í strætó þegar ég var búinn í gítar. Þegar ég var búinn að borga og svona, settist og ég niður og tróð i-podinum í eyrað. En áður en ég vel lag heyri ég eitthverjar 3 stelpur þarna rétt hjá mér syngjandi eitthvað “Hey baby, Cmon baby lalalalaLA” fm957 lag. Svo ég hugsa, ef þær mega syngja afhverju mætti ég ekki growla?
Svo ég setti *á Fuel for hatred - Satyricon* á og byrjaði að growla þarna inní strætóinum. Af eitthverjum ástæðum fór fólk að horfa á mig eins og ég væri asni. Ég hélt bara áfram þangað til að strætóbílstjórinn sagði mér að þegja. Ég spyr afhverju ég megi ekki growla mín lög á meðan hinar stelpurnar tísta sín lög.
Þá hótar hann bara að henda mér út ef ég er með svona kjaft. Svo hætti ég auðvitað að growla ^^
Æ, þetta var svoldið fyndið og allt það, en er þetta samt ekki ósanngjart ? :( Þetta er nú mín tónlist
-ottargud