vegna þess að núna er eitthvað overdrive æði hér á huga þa ákvað ég að taka viðtal við aðalmeðlim hljómsveitarinnar, Eyjólf.
eins og flestir vita núna á huga þá er eyjó gítarleikari og söngvari í hljómsveitinni overdrive. hann er stofnandi bandsins og er eini upprunalegi meðlimur bandsins. hann semur meiri hlutann af lögunum en ingi semur einnig nokkur lög með honum.
hvernig myndiru lýsa nýju plötunni ykkar? er þetta mikið stökk frá “you are not there”?
ég myndi segja að nýja platan sé mikið stökk frá síðustu plötu þó ég segji sjálfur frá. á síðustu plötu þá vorum við ekki með neinar ákveðna tónlistarstefnu og kláruðum plötuna í fljótfærni á þremur dögum og hún kom út hreint út sagt hræðilega m.a. þar sem ég var veikur og þurfti að þrauka það út með sönginn því við höfðum ekki pening fyrir meiri tíma. Einnig finnst mér textarnir á nýju plötunni..
aðeins vandaðri og mieri tími tekinn í textana og já það voru engar villur á nýju plötunni en á síðustu plötunni þá voru helling af áberandi villum eins og í laginu “Shame” þar sem við æfðum ekkert með trommaranum fyrir þá plötu
hvernig myndiru lýsa tónlistinni ykkar? hverjir eru ykkar helstu áhrifavaldar?
hmmm Overdrive spilar metal en við eigum það til að taka nokkur róleg lög við höfum enga sérstaka áhrifavalda þó að þegar við byrjuðum höfðu Nirvana mikil áhrif á okkur og heyrist dálldill grunge fýlingur á fyrstu plötunni en það er allt breytt núna og við höfðum verið að taka þetta árs millibil í að þróa okkur í eitthvað sem okkur finnst skemmtilegra að gera og auðvitað er það metal
hvernig fékkstu áhuga á metal og hvað fékk þig til að byrja að syngja og spila á gítar?
ég man ekki alveg hvernig ég kom mér inní metalið held þetta hafi bara þróast og ég orðið leiður á hinu. En já þegar ég byrjaði að syngja og á gítar þá var Kurt Cobain mikil áhrif á mig en maður sér samt þegar maður er lengra kominn í gítarnum að hann er nú alls ekki sérstakur gítarleikari. Mig langaði alltaf að vera trommari en mig langaði svo að syngja með og mér hafði hvort eð er líka áhuga á að byrja á gítar þannig ég fór bara í það og þá gat ég líka verið söngvarinn í leiðinni
hvað eru skemmtilegustu tónleikar sem þið hafið spilað á?
ég held það hafi verið Músíktilraunir því það voru svona eiginlega bestu tónleikarnir okkar þar sem við vorum með almennilegar græjur og allt hljómaði vel. ég hefði samt verið til í að hafa verið að fara að spila á þesusm tónleikum núna þar sem þá var ekki kominn texti við I´m blinded og við vorum með annann trommara en á plötunni
nú hafa nú overdrive verið mjög mikið að skipta um meðlimi, hvað er að þínu mati besta line-upið?
Ég er ekki alveg viss sko…þeir sem hafa verið almennilegan tíma í hljómsveitinni hafa allir verið frábærir en ef ég myndi segja eitthvað þá myndi ég segja þá sem tóku upp á plötuna.
ertu eitthvað búinn að ákveða vernig næsta plata verður?
já ég er byrjaður að semja fyrir næstu plötu og myndi ég segja að þungu lögin sem komu eru, eru þau þyngstu með overdrive hingað til. Hún verður þyngri en hinar plöturnar okkar en það verður enn þessi overdrive hljómur en við erum mjög mikið fyrir að breyta til og hver veit þetta á allt enn eftir að koma í ljós. erum að vonast til að hefja upptökur í byrjun næsta árs
ertu ánægður með hvernig ykkur hefur gengið með bandið? hafðið náð væntingum ykkar?
ég meina ég er sáttur með hvernig okkur er að ganga en maður getur alltaf gert betur og ætlar maður sér nú að gera það
hafiði sett ykkur einhver markmið?
við erum nú ekki að stefna á neina frægð eða neitt þannig lagað við erum bara að halda áfram því sem við erum að gera og ef eitthvað gott skeður þá er það náttúrlega frábært en ég held að einu markmiðin okkar séu að vinna vel við næstu plötu og ætla okkur að gera hana betri en síðustu tvær og ef það skeður þá er það frábært
eitthvað að lokum?
ég vil bara þakka fyrir þetta skemmtilega viðtal og vil ég einnig hvetja fólk í að mæta á næstu tónleika okkar þar sem við munum væntanlega taka eitthvað af nýja efninu
Bætt við 25. október 2006 - 22:23
þetta er bara þroskaheft, rusl eins og playlistinn minn og þannig dæmi sem er auðvelt að gera og hefur ekkert innihald er samþykkt… ég var álftíma að gera þetta og hefði mikið fyrir því og þetta er ekki samþykkt