Elioman
Varðandi Skítkastarana
Hverjum er ekki sama?
Fólk mun aldrei fíla alla tónlist og því miður er það sport í öllum geirum (tónlist, íþróttum o.s.frv.) að gera skítkast á hluti sem sumir fíla ekki og fitta ekki inn í “hip og kúl í dag” flokkinn. Lykilatriðið er bara að hunsa skítköstin og finna þá sem fíla það sama og þú.
Af hverju að láta leiðindafólk stjórna áhugamálinu þínu og þínum vilja til að koma einhverju frá þér?
Hluti af spjallborðum er að fólk kemur með skítkast, sem er svosem allt í lagi upp að vissu marki, en á hinn bóginn gætiru verið að kynnast fullt af liði sem fílar það sama og þú.
Er það ekki pointið í þessu öllu?
Kv. Elli
Maður hefur nú líka alveg tekið eftir því að þeir sem eru með mestu skítköstin hafa bara ekki hundsvit á því sem þeir eru að tala um…
Man nú vel eftir því þegar það var einhver korkur hérna um Manowar, þá tók einhver ungur drengur sig til og sagði að Manowar væri hommalegasta hljómsveit sem til væri…
Seinna eftir smá rökræður kom í ljós að gaurinn vissi ekki einusinni hvaða hljómsveit þetta var. Hann hafði aldrey hlustað á þá… Það var víst bara einhver vinur hans sem sagði honum þetta :P
Þannig að það er ekki mikið að marka þessa kumpána sem eru með einhvern rembing hérna