Þetta var mjög gaman og heppnaðist ágætlega. Við í Stálregn þökkum fyrir okkur, við vorum sáttir fyrir utan bassasoundið sem var víst ekki uppá sitt besta en annars var þetta mjög fínt.
Kuraka voru helviti hressir og fyndið að sjá söngvarann slammandi allan tímann.
Diabolus voru magnaðir, þeirra fyrstu tónleikar og þeir stóðu sig með eindæmum vel, þéttir og brutal.
Carpe Noctem voru fínir, ég kannski fíla þá ekki mikið en þeir stóðu fyrir sínu.