Hvað er leiðinlegasta sóló í metallagi sem þið hafið heyrt? Mitt er sennilega sólóið í Raining Blood, geðveikt lag svo kemur þetta glataða sóló og eyðileggur lagið.
Hvað hefur fólk á móti slayer sólóunum :s þau eru mörg geðveik. stundum ekkert sérstök “runk” sóló en t.d. Raining Blood soloið er geðveikt töff og Angel of death er geðveikt líka
“The essence of Revelation lies in the fact that it is the direct speech of god to man”
Zakk Wylde er líka oft með frekar leiðinleg sóló. Hef alls ekkert á móti Zakk Wylde eða BLS en hann á það samt til að vera frekar slappur þegar kemur að sólóum.
Ég dýrka Angel of Death með Slayer meira en mat og súrefni, en djöfull er þetta slappt sóló. Alveg skammarlegt fyrir svona gott lag. En það er víst líka til fullt af fólki sem fílar það í tættlur.
Já Slayer eru reyndar með dálítið slöpp sóló, mér finnst eiginlega öll sólóin vera eins í öllum lögum en þau eru heldur ekkert leiðinleg Angel of Death er eitt af fáum metal lögum sem kemur mér í djamm stuð haha
Ég efast reyndar um að það flokkist undir metal, en ef það er eitt sóló sem skemmir lagið sem það er í, þá er það sólóið í Poison með Alice Cooper, byrjunin á því er svo út úr kortinu og hálf fölsk svo mann verkjar í eyrun við að hlusta á það.
soloið með glataðasta bandi sem að ég veit um, sem er fallen heroes, lélegasti söngvari ever og gítarleikari .. í laginu þeirra killing spree (hræðilegt lag) er ljótasta sólo sem að ég veit um
Öll svona rúnk sóló finnst mér frekar glötuð. Slayer eiga mikið af þeim þó svo að sum þeirra séu mjög töff. Morbid Angel eiga einhver svona rúnk sóló líka og Entombed stundum.
Rúnk sóló eru finnst mér bara svona “sóló til að hafa sóló” ekkert mikið meira en það.
frekar sammála meirihlutanum hérna, flest Slayer sólóin eru svona ‘gítarrúnk’ eins og einhver sagði. Þeir eru samt ekki þeir einu sem eru með svoleiðis sóló, langt því frá, mér finnst bara öll svoleiðis sóló vera leiðinleg, ég get ekki nefnt eitt lag
Nákvæmlega. Persónulega finnst mér “The Antichrist” sólóið vera eitt flottasta sóló sem ég hef heyrt. Það er kannski ekkert rosa tecnical og erfitt, en bara melódían er snilld að mínu mati. Svo er Angel Of Death sólóið flott líka. En það er samt satt að sum sólóin þeirra eru ömurleg. Sérstaklega á Christ Illution.
Man nú ekki eftir neinu leiðinlegu sólói svona í augnablikinu… er nefnilega með svo gott stöff á i-podinum… sólóið í „Storming with menace" með Kreator af Terrible Certainty er samt eitt mesta flipp sem ég veit um… alls ekki leiðinlegt sóló samt.
“spurningin er ekki hvad maður getur… heldur hvað maður gerir!” (Purrkur pillnikk, Einar Örn)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..