Ég var að spá með eistnaflug. Ekki byrjar fyrsta bandið klukkan 12?? það getur bara ekki verið en samkvæmt síðuni(Ef ég skil þetta rétt) á hátíðinn að byrja 12 að hádegi. Og er búið að raða hljómsveitunum upp. Er vitað hverjir spila klukkan hvað?
Hátíðin byrjar 12 að hádegi 15.júlí en ég veit ekki hvort fyrsta bandið spili kl. 12 það verður örugglega kynnt böndin og eitthvað og svo byrjar þetta…
“Vegna fjölmargra fyrirspurna höfum við ákveðið að athuga grundvöllinn fyrir því að fara á tveimur rútum á Eistnaflugið 2006. Nú þegar er ákveðið að ein rúta fari en hún er mestmegnis ætluð hljómsveitum og því sem þeim fylgir. Það er ljóst að leigan á rútu yfir heila helgi er há og þetta því ómögulegt nema talsverð þátttaka náist. Við teljum okkur geta þá boðið allan pakkann þe. rútuferð Reykjavík - Neskaupstaður - Reykjavík, miða á festivalið og tjaldstæði á 6.000 - 6.500 krónur og hvetjum þá sem hafa áhuga að skrá sig hér fyrir neðan. ATH að þetta er alls ekki ákveðið ennþá en æskilegt væri að þeim sem skrá sig sé alvara til þess að við fáum rétta mynd af eftirspurninni. Þeir sem ekki eru handvissir er bent á að taka það fram í reitnum ”Annað“ í skráningunni.”
Okey,það er langt síðan að ég ákvað að fara,en þetta er náttúrulega að byrjar auðvitað um hádegi 15. júli og er til miðnættis en hvað er þá verið að tala um einhverja gistingu á tjaldsvæðinu? Er það bara fyrir rútuna? Semsagt þeir sem að fara með rútunni verða yfir helgi,hinir sem að koma á sínum eigin bílum geta alveg komið fyrir hádegi og farið þá bara eftir miðnætti? Er ég að skilja þetta rétt eða er eitthvað um að vera daginn eftir?
-Það verður bara ein rúta, það var hætt við hina. -tónleikarnir byrja kl. 12 og enda klukkan 24. þann 15. Júlí -Fyrsta band fer á svið sirka 12. -Ef þú ferð ekki með áætlunarrútu eða einhverju —slíku skiptir enginn sér af því hvenær þú kemur og hvenær þú ferð.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..