Kauptu plötuna ekki stela henni. Ég fékk hana á þúsundkall sem er ekki neitt fyrir góðan íslenskan blackmetal. Sendu bara kobba gítarleikara email. Það er svo leiðinlegt þegar fólk hugsar ekki einu sinni um að styðja bönd, sérstaklega á íslandi þar sem að blackmetaltónlistarstefnan mætti alveg við því að dafna.
Nei allsekki en ég styrki samt ekki íslenskan black metal því þeir munu ekki eflaast þar sem þeir eru hættir. Annars mun ég mjög líklega reyna að kaupa þessa plötu ef mér líst vel á hana. Málið er að stundum vill maður ná að kynna sér hlutina áður en maður kaupir þá svo maður sé ekki að kaupa eitthvað drasl(þótt að í þessu tilviki sé verið að tala um eðal tónlist).
“The essence of Revelation lies in the fact that it is the direct speech of god to man”
Jæja kallinn minn ég mæli allavega með að kaupa Icons of the dark og 2 af strákunum í myrk eru núna í Momentum og peningurinn kemur sér örugglega vel. Þó þú styrkir kannski ekki blackmetal þá styrkirðu tónlistarmenn og mér finnst voða leiðinlegt hvað allir verða pirraðir þegar þeim er bent á að download er stuldur. Mér finnst ekki sniðugt af Ulvi að setja plötuna á netið, sem og Silencer plötuna, því að fullt af fólki notar þá afsökun að það kynni sér músíkina áður en það kaupi en síðan reynist það alltaf vera þannig að fólk kaupir plötuna bara ekki neitt.
við erum reyndar 3 úr myrk í momentum, aftur þá rennur enginn peningur af diskasölu til okkar so dl away, þið eruð ekkert styðja bandið þar sem að það er dautt.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..