Þú spyrð: “Afhverju að hafa þetta tvisvar, ?”
… jafnvel eftir að Hellrider var búinn að útskýra það í upphaflega póstinum (til að auglýsa þetta betur).
Ekkert óeðlilegt við það. Það er ekki eins og það hafi verið að senda inn sömu greina tvisvar á sama áhugamál. Málið er að það er fullt af fólki sem fer alls ekkert inn á bæði rokk og metal áhugamálin sem hafa áhuga á þessum tónleikum. Það er nógu góð ástæða.
Svo spyrðu: “er mikill metall í þessu?”
Tónlist Zappa er tónlist sem seint væri talin með hreinræktuðu þungarokki, en staðreyndin er sú að á þessum tónleikum verða hljóðfæraleikarar sem hafa verið þekktir fyrir að spila þungarokk og með þungarokkssveitum. Greinin var s.s. póstuð hingað til að höfða til þeirra.
Ég hlusta t.d. á þungarokk, allt frá léttþungarokki, lordi t.d. og svona hard rokki og yfir í það harða, en ég fer afskaplega sjaldan yfir á rokk áhugamálið.
Resting Mind concerts