Hostile eru loksins komnir með einhver lög til spilunar á græjunum ykkar. Í næstu viku mun platan fara í framleiðslu sem þýðir ca. 2-3 vikna bið eftir þeim.
1) Bæta söngvarann, gera þetta að meira öskri en “shout”-i. 2) Í guðanna bænum, bæta textana! Arg, það ógeðslegasta við þessa annars ágætu tónlist eru þessir textar sem minna mig helst á slipknot.(þótt að þið eruð margfalt betri)
Það er nægt úrval af böndum með “öskrara” á Íslandi, við viljum einfaldlega ekki fara þá leið (ekki misskilja þetta sem diss á hin böndin), við viljum reyna gera okkar eigið stöff og það er svona.
Persónulega finnst mér mjög skondið að heyra Slipknot líkinguna, ég er búinn að heyra þessi lög svo oft en hef aldrei fundið fyrir neinum tengslum við þá. Þar sem ég er ekki eins og svo margir og fell í klíkuna “hötum Slipknot” þá tek ég því bara sem hrósi.
En þið hlustuðuð á lögin og ég þakka fyrir það. Öll comment eru góð, hvort sem þau eru jákvæð eða neikvæð. Eina sem við viljum er að fólk amk hlusti!
Jájá, þetta er frábær tónlist sem þið eruð að gera, söngurinn/öskrið er ekki slæmur heldur, væri bara í aðeins betri. (auðvitað bara mín skoðun hvað er betra og hvað ekki)
En textarnir fæla mig gífurlega mikið frá, það er nokkurnveginn það eina sem mér finnst að þessu. En jájá, þið gerið auðvitað bara það sem þið viljið gera.
Wow… þakka ykkur fyrir mörg góð svör en þó aðallega fyrir að hlusta. Við erum ekki heimskir að halda að allir muni fíla þetta, en þið megið eiga það að þið amk hlustið á tónlistina.
Það er meira en ég get sagt um marga.
Þakka ykkur fyrir og ef þið eruð með aldur, kíkið endilega á Grand Rokk á laugardaginn.
Mjög góð lög. Platan ykkar verður líklegast önnur platan sem ég kaupi með íslenskri hljómsveit, en hin var fyrsta Quarashi platan þegar ég var krakki.
Ég skil hvað fólk á við þegar það líkir ykkur við Slipknot, en mér fannst það bara rétt svo í byrjunini, svo að kalla ykkur Slipknot tvö, finnst mér vera heimskulegt og augljósta að þeir sem segja það hafa ekki hlustað vel á ykkur, né Slipknot.
Annars já, loks fínt íslenskt band, en þau hafa ekki verið að heilla mig.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..