ég valdi Maiden. Ég trúi því ekki að eftir að hafa gefið út Brave New World og Dance of Death (með þessari uppstillingu) að þeir geti gefið út leiðinlegan stúdíódisk ( ekki það að þeir hafi nokkurn tímann gert það).
Annars hef ég líka mikla trú á Megadeth, The System has Failed var geðveikur.
Annars veit ég ekki með Slayer, mér finnst þeir ekki vera búnir að gefa út neitt geðveika tónlist seinustu árin, það eru nokkur lög sem standa upp úr á nýjustu diskunum þeirra, en mér finnst hin hljóma öll frekar eins.
En ég efast um að Metallica geti yfirhöfuð samið gott lag núna, miðað við að St. Anger var það besta sem þeir gátu gefið út 2003. Vona samt að þeir fari til baka og standi við að gefa út ‘nýjan’ Justice eins og þeir lofuðu.
St.Anger átti að vera líkur Ride The Lightning að þeirra sögn, en hann varð að andstæðu hans.