Þar sem ég er ekki mikill “Grindcore” maður þá get ég aðeins sagt hver mér finnst munurinn á Grindcore og Death metal. Carcass held ég að sé með því fáa grindcori sem ég hlusta á, þó svo að þeir spiluðu allt öðruvísi en grindcore en þekkist í dag.
Í grindcore eru lögin jafnframt mjög stutt, stundum ekki nema 30 sekúndur og heita oft löngum nöfnum. Þar má nefna lagið The Blasphemous Reflections Of A Disbalanced Paranoid In The Corridor Of Death, Sentenced By An Unjust Charge Of Child Molestation eftir Christ Denied.
Circle of dead children er gott grindcore band. Ultra Vomit líka og já, auðvitað Christ Denied líka.
Hvað varðar spilamennskuna þá held ég að það sé meira um breakdown kafla í grindcori.