Lady Angellyca staðfestir orðróma Lady Angellyca hefur staðfest þá orðróma að hún hafi sótt um stöðu söngkonu Nightwish. Staðan hefur verið laus síðan í október en þá var þáverandi söngkona, Tarja Turunen, rekin eftir 9 ár í hljómsveitinni.
Lady Angellyca sagði í viðtali við metal-temple að hún skilji ekki hvernig þessar upplýsingar láku til almennings en núna hafi henni borist hundruðir bréfa varðandi þessa frétt. Hún sagði einnig að fyrir utan þetta vissi hún ekkert meira um þetta, frekar en aðdáendur. Það sé satt að hún hafi sótt um stöðuna en hún eigi alveg jafn mikla möguleika og aðrir umsækjendur, hvort hún fái stöðuna sé algjörlega í höndum meðlima Nightiwish. Ekki er víst hvaða afleiðingar það mun hafa fyrir hljómsveitina Forever Slave sem að Angellyca er söngkona í eins og er ef hún fær stöðuna en þau eru um þessar mundir nýbúin að gefa út diskinn Alice’s Inferno.

Forever Slave spilar aðalega melódískann metall og hægt er að hlusta á hljóðdæmi með Forever Slave á heimasíðu þeirra www.foreverslave.com

Heimildir teknar af: http://www.metal-temple.com/news.asp?id=4915