Þetta er soldið jafnt finnst mér … ætlaði sjálfur að stofna þráð um þetta einhvern daginn.
Chris Barnes - Frábær growlari með dýpri rödd heldur en George. Hann samdi frábæra gore texta en mér fannst hann aldrei passa neitt sérstaklega inní Cannibal Corpse. Enda var hann á endanum rekinn vegna þess að hann langaði frekar að vera í Death metal bandi sem einkenndist ekki eins mikið á hraða. Þannig að hann stofnaði Six Feet Under sem er reyndar ekkert spes.
George “Corpsegrinder” Fisher - Betri growlari en Chris finnst mér og mun svalari. Hann semur enga texta. Í undirskriftinni minni er quote eftir þennann ágæta mann úr Live Cannibalism tónleikunum. Mér finnst hann henta Cannibal Corpse mun betur en Chris. Hann var líka í Monstrosity áður en hann gekk til liðs við Cannibal og það er gott stuff.
chris var mjög góður á tomb of the mutilated finnst mér, en george er betri söngvari og mun skemmtilegri karakter. dýrka líka hvað hann er mikið “beast” og með drullusveran háls.
George. Ég fíla Chris ekki nema á Eaten back to Life, þannig stílinn hans, en ekki eins og á Tomb of the Mutilated. Allt of óskýr þar, það skilst varla orð af því sem hann segi
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..