Þetta band er mesta snilld í heimi. Hefur lengi verið eitt af uppáhaldsböndunum mínum(ásamt cryptopsy og Cephalic Carnage). Ætlar sjá þá í annað skipti núna í april, í New York. Eitt besta og þéttasta band sem ég hef séð á tónleikum. Mjög spenntur. Bestu diskarnir með þeim frá Dave Vincent tímabilinu er… þetta er allt snilld. Altars, Blessed, Covenant, Domination, og Entangled in Chaos(með betri live Death Metal diskum sem maður hefur heyrt). Og diskarnir með Steve Tucker eru líka algjör geðveiki; “Formulas…” og “Gateways…” eru yfirþyrmandi snilld. Einasti diskurinn með þeim sem er slappur er Heretic. Hann er ekki alslæmur, en ekki næstumþví nógu góður.
En já, allavegana er þetta band án efa eitt besta Death Metal bandið sem uppá hefur verið þannig að allir að stunda morbid Angel dyrkun undir eins og drullast að sjá þetta band live, áður en þeir hætta…
það var allt