Humm, kannast við einhver af þessum (nefndi raunar Gamma Ray sem annað af þeim böndum sem ég myndi vilja sjá). Children of Bodom.. Allt í lagi inn á milli en ekkert sem ég myndi borga mikið fyrir að sjá live. Finntroll eru fínir, sá þá samt í fyrra (samt svona varla, það var svo mikill troðningur við Party-sviðið þar sem þeir voru og það aðallega tveggjametraháarleðurklæddarmetalgórillur, svo maður var eiginlega bara aftast og sá lítið). Nevermore.. það sem ég hef heyrt með þeim heillar mig ekki. Thrash metall er ekki alveg ég. Scorpions.. Hmm, það eina sem ég hef heyrt með þeim er Still Loving You (náði í það því Sonata Arctica coveruðu það og vildi heyra hvernig upprunalega var) svo ég dæmi þá út frá því: Ugh.
Önnur bönd á þessum lista kannast ég ekki við, en skal þó tékka á þeim, svona fyrir þig Steini minn ^^,
Annars eru þau bönd sem ég myndi vilja sjá skrá sig Moonspell (númer 1, 2 og 3!), Rhapsody, After Forever, Epica jafnvel, Tarot, og svo góðu sveitirnar sem ég sá í fyrra: Apocalyptica, Within Temptation, Sonata Arctica, Nightwish (yah right, þau eru ekki á leiðinni á svið á næstunni :( ).
Peace through love, understanding and superior firepower.