Menn skulu samt ekki byrja að fagna strax, Some Kind of Monster er ekki gott dæmi um pródúser að störfum, þar sem hljómsveitin réð Bob Rock tímabundið sem bassaleikara til að nýr bassaleikari þyrfti ekki að fara beint í að semja nýja plötu með þeim, svo Bob Rock var meira en bara pródúser á St.Anger, hann var bassaleikari hljómsveitarinnar. Hlutverk pródúsersins er að öllu jöfnu að hjálpa hljómsveitinni að framkalla hljóð.
Hann kemur ekkert nálægt því að semja tónlistina, heldur leiðbeinir hann hljómsveitinni með t.d. stillingar á mögnurum (Bob Rock gerði t.d. umheiminum STÓRAN greiða þegar hann kynnti Hetfield fyrir “middle” takkanum á magnaranum), uppsetningar á míkrófónum og annað því um líkt. Oft koma þeir svo með hugmyndir um breytingar á tempoi laga, flóknari raddanir og annað þvíumlíkt.
Svo sitja þeir bak við mixerborðið og sjá til þess að það komi gott hljóð yfir á segulband (eða eitthvað annað og nútímalegra).
Svarta platan, Load, ReLoad.. þessi lög hefðu komið út þó svo Bob Rock hefði ekki komið til sögunnar, og ef eitthvað er hefðu þau hljómað verr. Sad But True var t.d. miklu hraðara áður en Bob Rock kom til sögunnar, en það lag verður bara betra eftir því sem þeir gíra sig meira niður..
Í stuttu máli, hljómsveitin semur lögin, pródúserinn sér bara um að þau “soundi” vel. Það að Metallica skipti um pródúser á ekki eftir að hafa jafn mikil áhrif og menn virðast halda.