Hann er geðveikur, en það sem mér finnst vera í raun einu gallarnir á The X-Factor og Virtual XI eru allar þessar endurtekningar ( aðallega á Virtual XI) þar sem sömu textabrotin eru endurtekin aftur og aftur (gott dæmi: The Angel and the Gambler, Don´t you think I´m your saviour…)
Annars eru þetta frábærir diskar, og The X-Factor er einn af mínum uppáhalds. Sign of The Cross er eitt flottasta tónleikalag sem ég veit um. Sign of the Cross, Lord Of The Flies, Man On The Edge, Fortunes of War, The Aftermath og Blood on the World´s Hands eru öll geðveik lög.
Eina lagið sem mér finnst draga diskinn niður er The Unbeliever, það er eitthvað svo öðruvísi en Maiden, eitthvað sem maður hefði ekki búist við að þeir myndu gera, eitthvað svo langt frá því að vera ‘true Maiden’. Flott viðlagið samt :D
Ég er sammála þér, allt of vanmetinn plata.