Já eins og flestir vita þá eru Cannibal Corpse að fara að gefa út nýjann disk á árinu sem hefur verið nefndur KILL.

Jack Owen sem var einn af stofnendum bandsins er hættur og Rob Barret sem spilaði með þeim á The Bleeding disknum er kominn aftur. Að sögn Alex Webster líður þeim eins og hann hafi aldrei hætt.

Þeir neyddust einnig til þess að cancella Wacken tónleikunum í sumar vegna áreksturs við túr sem þeir fara um Bandaríkin.

Svo er í gangi núna skoðanarkönnun á síðunni þeirra þar sem hægt er að kjósa hvernig Kill á að hljóma, þessir valmöguleikar koma til greina:

brutal
old-school
violent
technical

Endilega segið ykkar skoðun á þessu :)