texti úr one man Dark metal projectionu mínu “Aska”.
Brennandi Hamar Kærleikans:
Maður einn bjó í koti litlu
Hann lagði trú á æsinna miklu.
Á svörtustu nótt kom “gestur” að garði
Á hurðinna myrku þá hann barði
Hann dró upp exi eina og leit til gluggans gamla
Hver er það sem kemur hér að nóttu að bramla?
Það er ég, minn heiðni vinur.
Trúboðin kæri, bóndi varð ey linur
“Snáfa þú af mínu landi
Ella kasta ég á þig heiðnu hlandi
Þína trú vil ég eigi taka
Ekki frekar en Óðinn raka!”
Hlátur heyrðist inn um dyrnar
Um hjarta bóndans vöfðust þyrnar
Varð hann alveg eitur óður
En ekki hræddist trúboðinn góður
“Takir þú eigi frelsun minni
Mun fjandin eiga þig að sinni
En ég kem aftur á næsta kveldi
Og brenni ég hús þitt með kærleikans eldi!”
“Eigi skaltu mér nú hóta.
Hræðslu mína þú færð ey að njóta
Komir þú aftur að loknu kveldi
Færð þú að bragða á eigin eldi!”
“Þinn gyðinga Guð mig eigi skal taka
Ég brenn með brosi, en svara ey til saka
Ásinn stendur honum framar
Því kærleikur getur ey barist við hamar!”
…Hvað finnst ykkur?
Crestfallen