Tekið úr póstlista concert.is:
—————————–
WIG WAM TÓNLEIKAR Í TÓNLEIKAFERÐ Á ÍSLANDI SJALLANUM Á AKUREYRI 3. MARS OG NASA REYKJAVÍK 4. MARS
Norska glysrokksveitin Wig Wam kemur til landsins helgina 3. til 4.
mars. Sveitin mun halda tónleika á NASA í Reykjavík laugardagskvöldið 4. mars og á Sjallanum á Akureyri föstudagskvöldið 3. mars. Eins og alþjóð veit keppti sveitin fyrir hönd Noregs í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í fyrra og lenti í 9. sæti. Norsararnir voru greinilega í miklu uppáhaldi hjá Íslendingum sem gáfu Noregi fullt hús eða 12 stig í keppninni.
3000 SÁU WIGWAM Í SMÁRALIND Í SUMAR
WigWam kom til landsins í fyrra sumar og kom óvænt fram í Smáralind í sumar og sló þar öll aðsókn met og talið er að um það bil 3000 manns hafi litið hljómsveitina augum. Stórtónleikar fóru síðan fram á Gauk á Stöng þar sem fullt var útur húsi og því er ljóst aðWigWam drengjunum verður fagnað þegar þeir mæta aftur.
Miðasala hefst á næstu dögum !
Resting Mind concerts